Verkefnalýsing

Verkefnið snérist um að nota hendina sem viðmót til þess að stýra ýmsum hlutum þráðlaust, við ákvöddum að græða vélbúnaðinn í hanska.

Þessi vélbúnaður átti að vera notaður til þess að stjórna fjarstýrðum bíl, mögulega dróna, “LED leik” ofl. “LED leikurinn” var það eina sem við náðum að klára (önnum kafnir í öðrum verkefnum).

Nánari lýsing

Ferli

Áður en við fengum partana, byrjuðum við á því að kynna okkur ítarlega vélbúnaðinn sem við vorum að panta. Við héldum utanum heimildir yfir ýmsa parta eins og NRF24L01. Róbert hannaði tengingamyndir fyrir alla íhlutina. Ásamt skrifuðum við (mest Róbert) tilbúna kóða til að nota með íhlutunum.

Þegar stundin var komin og við fengum íhlutina, byrjaði ferlið á fullum krafti. Fyrst prófuðum við partana, hugsuðum fyrir okkur hvað mikill tími gefst í verkefnið og héldum þaðan áfram.

Pétur byrjaði þá að lóða vélbúnaðinn fyrir hanskann saman eftir teikningum frá Róberti. Síðan eftir að við ákvöddum að gera “LED leikinn” byrjaði Pétur að lóða það verkefni saman. Róbert hannaði kassann utanum “LED leikinn”.

Á meðan Pétur var að lóða partana fyrir hanskann og “LED leikinn”, var Róbert að huga að hugbúnaðinum.

Myndasafn

Myndband

Íhlutir

Viðbætur

Í lokin

Nemendur

Róbert Ingi Hálfdanarson & Pétur Steinn Guðmundsson